Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak

Læknafélag Íslands gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum og gilda um notkun tóbaks. Breytingatillaga sem hefði náð því fram var felld á Alþingi með naumum meirihluta 26 atkvæðum gegn 25. Þetta þýði að eigendur veitinga- og skemmtistaða ráði því hvort rafrettur séu leyfðar innandyra eða ekki.
 

Í ályktun Læknafélagsins segir að þetta gangi gegn settum lýðheilsumarkmiðum um að draga úr reykingum og neyslu ávana- og fíkniefna.

Félagið telji mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnasjónarmið séu höfð að leiðarljósi um reykingar á rafrettum. Reykur frá þeim innihaldi nikótín og það sé óviðunandi að fólk sem ekki reyki þurfi að anda því að sér með óbeinum reykingum. 

                                                                                    Sjá frétt á ruv.is