Dýralæknar verða að tala íslensku

Umboðsmaður Alþing­is tel­ur að það sé ekki í sam­ræmi við lög að Mat­væla­stofn­un ráði til starfa dýra­lækna sem ekki hafa vald á ís­lenskri tungu. Þetta kem­ur fram í niður­stöðu hans en Dýra­lækna­fé­lag Íslands kvartaði yfir því að und­an­far­in ár hefði Mat­væla­stofn­un ráðið er­lenda dýra­lækna í eft­ir­lits­störf án þess að þeir hefðu vald á ís­lenskri tungu.

Skýrsl­ur og at­huga­semd­ir þeirra til eft­ir­lits­skyldra aðila og annarra dýra­lækna hefðu því verið á ensku. Fé­lagið taldi að slíkt væri ekki í sam­ræmi við þá kröfu í lög­um að dýra­lækn­ar sem störfuðu hér á landi í op­in­berri þjón­ustu skyldu hafa vald á ís­lenskri tungu. Af þess­um sök­um hafði fé­lagið beint er­ind­um til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins og skorað á það að bregðast við. 

 

Sjá frétt á mbl.is