Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni


Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna.

Ólafur Þór Gunnarsson er meðal þeirra þingmanna sem leggja fram frumvarpið. Hann segir mikilvægt að tryggja að geðþótti ráði því ekki hvort samið sé með hagnaðarvon.

„Frumvarpið er lagt fram vegna þess að það er ákveðið ákall í samfélaginu um það að heilbrigðisþjónusta verði ekki hagnaðardrifin og að það eigi ekki að nota peninga samfélagsins til að greiða út arð í fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með því er fyrst og fremst að tryggja það að ráðherra hafi þessa heimild til að semja með þessum hætti og þar með að tryggja að nýting þeirra fjármuna sem eru í boði í heilbrigðiskerfinu sé sem allra best,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson.

Sjá frétt á visir.is