Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010
Frá árinu 2010 hafa 149 Íslendingar lokið læknanámi erlendis. Þar af hafa 136 lokið náminu í Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari Landlæknis við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er metfjöldi íslenskra námsmanna sem leggja stund á læknisfræði við Comenius-háskóla í bænum Marin í Slóvakíu. Fram kom í Morgunblaðinu nýverið að um 160 Íslendingar verða þar í námi í haust. Vegna fjöldans er rætt um "litla -Ísland" í háskólaþorpinu.
31.10.2018