Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Öryrkjar og aldraðir verða ekki rukkaðir um komugjöld á heilsugæslustöðvar og hjá heimilislæknum frá og með áramótum. Þau þurfa heldur ekki að borga fyrir læknisvitjanir.
 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið þessa breytingu. Aldraðir og öryrkjar hafa greitt 600 krónur fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma og 1.500 krónur utan dagvinnu, læknisvitjanir hafa kostað þá 1.700 eða 2.200 krónur, eftir því á hvaða síma sólarhrings þeirra er vitjað. Alls hafa öryrkjar og aldraðir komið rúmlega 160 þúsund sinnum á í heilsugæsluna á tólf mánaða tímabili frá miðju síðasta ári til miðs þessa árs. 

Sjá frétt á ruv.is