Öldrun þjóðar


Þórhildur Kristinsdóttir læknir var í viðtali á Samfélaginu á RÚV1 í gær.: "Mér bauðst að spjalla um efni síðasta leiðara Læknablaðs í Samfélaginu á RUV1 í gær. Efnið er mér mjög hugleikið og vil ég ná eyrum ráðamanna um að það sé mikilvægt forgangsmál að við gerum betur í að veita persónumiðaða heilbrigðisþjónustu við aldraða fyrir utan Landspítala. Ég vil ekki blanda mér mikið í pælingar um hver á að borga fyrir þjónustuna, í raun má segja að það sé hagstæðara fyrir sveitafélög að veita takmarkaða þjónustu sem kostar minna en þýðir að viðkvæmir aldraðir einstaklingar eru frekar á Landspítala á röngu þjónustustigi. Þetta á þátt í að lama starfsemi spítalans. Fyrir mér vantar að einhver eigi ábyrgðina. Þegar verið er að skipuleggja heilbrigðisstefnu af alvöru vil ég hrópa upp að endurskipulagning í heilbrigðisþjónustu við aldraða sé forgangsmál. Kortlagning á heilbrigði þjóðarinnar og hvar nauðsynlegt er að veita fé og gera betur til að sinna nauðsynlegri þjónustu er grundvallaratriði svo og bæting í samfellu milli þjónustustiga heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að skattfé okkar sé nýtt til réttrar þjónustu við aldraða á réttum stað."

Hér má heyra viðtalið við Þórhildi