Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar
„Það er alls ekki þannig að einn læknir geti staðið að nauðungarvistun einstaklings í 21 dag án aðkomu annarra fagaðila, þó að sumir gætu talið að svo sé út frá þröngri túlkun á lagatextanum,“ segir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum og yfirlæknir geðsviðs Landspítalans. Hann segir fjölda fagaðila koma að hverri og einni nauðungarvistun, nauðsyn vistunar sé reglulega endurmetin og að sérfræði- og yfirlæknar á þeim deildum þar sem hún fer fram hafi ávallt vald til þess að stöðva nauðungarvistun um leið og hún telst ekki lengur óhjákvæmileg.
Núgildandi lögræðislög hafa reglulega verið gagnrýnd síðan þau tóku gildi 1997, meðal annars af sérfræðinefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð eða refsingu (CPT-nefndin), Geðhjálp og þingmanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.
31.01.2019