Allar breytingar valda óróa
Hvorki Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga né Læknafélag Íslands hefur fengið formlega kynningu á fyrirhuguðum skipuritsbreytingum á Landspítalanum.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, kynnti breytingarnar, sem gerðar eru í skugga rekstrarhalla spítalans, fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins á fundi í gær. Í breytingunum felst meðal annars að framkvæmdastjórum á Landspítalanum verður fækkað um nær helming og sviðsskrifsstofum úr níu í tvær til þrjár til þess að ná samlegð.
19.08.2019