Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum

Alma Möller land­læknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heil­brigð­is­stéttum í kjöl­far nið­ur­staðna könn­unar um líðan og starfs­að­stæður lækna. Nið­ur­stöð­urnar sýna að um helm­ingur kven­kyns lækna hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreitni. Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöð­unum að meiri­hluti kven­lækna telja sig undir miklu á álagi en Alma bendir jafn­framt á að rann­sóknir hafi sýnt að konur skili enn inn fleiri vinnu­stundum heima. Þetta kemur fram í við­tali við Ölmu í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Á lækna­­dögum í Hörpu í jan­úar síð­­ast­liðnum voru kynntar nið­­ur­­stöður könn­un­­ar um líðan og starfs­að­­stæður lækna. Könn­unin var unnin í októ­ber á síð­­asta ári en alls bár­ust svör frá 728 lækn­um, eða ríf­­lega helm­ingi allra lækna á Ís­land­i. 

Í könn­un­inni kemur fram að tæp­­­lega fimm­­­tíu pró­­­sent kven­kyns lækna hafa orðið fyrir kyn­­­ferð­is­­­legu áreiti ein­hvern tím­ann á starfsæv­inn­i. Auk þess sögðu 7 pró­­sent kven­lækna að þær höfðu orðið fyrir kyn­­ferð­is­­legu áreiti á vinn­u­­stað á síð­­­ustu þremur mán­uð­­um. Þá höfðu 1 pró­sent karla orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni á vinnu­stað á síð­­­­­ustu þremur mán­uðum og 13 pró­­­sent yfir starfsæv­ina.  

Sjá frétt á kjarninn.is

sjá viðtal á laeknabladid.is