Getur ekki ráðlagt veip til að hætta að reykja

Fjölmargar tilkynningar um öndunarfærasjúkdóma af óljósum ástæðum, tóku að berast heilbrigðisyfirvöldum í Illinois og Wisconsin í Bandaríkjunum í júlí. Sjúkdómarnir voru þó hugsanlega tengdir veipi. Margir sjúklinganna eru ungir að árum.
 

Fleiri dæmi komu upp víðar um Bandaríkin og nú hafa um 450 manns veikst og 5 látist. Farið var í að rannsaka orsök veikindanna í Illinois og Wisconsin og niðurstöðurnar birtar í The New England Journal of Medicine í liðinni viku. Þar voru rannsakaðir 53 sjúklingar sem leitað höfðu á sjúkrahús vegna öndunarfærasjúkdóms og höfðu veipað. Í framhaldinu birti Embætti Landlæknis tilkynningu um veikindin.  

Veikindin lýsa sér þannig að flestir sjúklinganna hafa verið með öndunarfæraeinkenni, hósta, mæði og jafnframt hafa þau verið með einkenni frá meltingarvegi, ógleði, uppköst og jafnvel niðurgang. Allir lýstu slappleika og almennum lasleika. 

Sjá frétt á ruv.is