Hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með Landspítalann

Hlynur Níels Gríms­son hætti sem krabba­meins­læknir vegna ó­á­nægju með stjórn og úr­ræða­leysi á Land­spítalanum. Hann hóf þess í stað sér­nám í heimilis­lækningum í þeim til­gangi að geta starfað utan Land­spítalans hér á landi.

„Fyrir mér snýst þetta um prinsipp,“ segir Hlynur Níels í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins. „Ef það eru á­kveðnir hlutir sem þú getur ekki sætt þig við þá tel ég að það sé hrein­legra að fara heldur en að vera nöldrandi næstu 15 árin. Það er ekki ég,“ bætir hann við, en Hlynur út­skrifaðist sem krabba­meins­læknir árið 2002.

Hlynur segir í sam­tali við Lækna­blaðið að á­kvörðunin hafi verið sár og erfið. Hann sér hins vegar ekki eftir á­kvörðuninni.

„Ég lokaði dyrunum síðasta daginn í apríl 2017 og hugsaði, ég stíg aldrei hér inn fæti aftur. En svo til að ná mér í réttindi sem heimilis­læknir verð ég að klára á­kveðna hluti. Ég varð því að snúa aftur.“

Sjá nánar frétt á frettabladid.is

                                                             Sjá viðtalið við Hlyn í heild sinni á laeknabladid.is