Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Í dag 16. nóv. birtist grein á visir.is eftir öldrunarlæknana Þórhildi Kristinsdóttur, Baldur Helga Ingvarsson og Guðlaugu Þórsdóttur en þau eru starfandi sérfræðingar á Landspítala og skipa auk þess stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna.
Í greininni lýsa þau ástandi öldrunarmála á Íslandi og hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða og byggja upp framúrskarandi heilbrigðiskerfi fyrir landsmenn. 

Listi yfir tillögur til úrbóta: 
1. Að allir hafi kost á heimilislækni, sérstaklega þeir sem eldri eru.
2. Heimahjúkrun og félagsþjónustan séu tengd heilsugæslunni til að auðvelda samvinnu við lækni sjúklings.
3. Áætla þörf á hjúkrunarrýmum fram í tímann og vinna markvisst að aukningu þeirra samkvæmt þeim áætlunum.
4. Tryggja góða mönnun á hjúkrunarheimilum.
5. Mynda sérstök þverfagleg heimateymi með lækni sem sjá um heilbrigðisþjónustu fjölveikra færniskertra aldraðra einstaklinga.
6. Auka mönnun og þjónustu líknarheimateyma.
7. Stórefla heimaþjónustu við færniskerta einstaklinga, þannig að hægt verði að sinna allt að 4-5 heimsóknum á dag ef þörf krefur.
8. Auka aðgengi að dagþjálfunum og sérhæfðum dagþjálfunum og auka sveigjanleika í opnunartímum.
9. Fjölga búsetuúrræðum, sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem upplifa mikla einangrun og óöryggi.
10. Bæta upplýsingatækniumhverfi heilbrigðiskerfisins. Samræmd rafræn sjúkraskrá er lykillinn að samfellu og öryggi þjónustunnar og ýmsar tækninýjungar geta auðveldað og bætt þjónustuna.

Sjá nánar grein á visir.is