Miklar framfarir í meðferð Parkinson-sjúkdómsins

"Fyrr á árinu fylgdumst við með árangurslausri tilraun Önnu Björnsdóttur, taugalæknis, til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands en slíkur samningur er forsenda þess að sjúklingar fái þjónustu sérgreinalækna niðurgreidda. Anna flutti til Íslands eftir nám í Bandaríkjunum og opnaði stofu í haust. Mál hennar vakti sérstaka athygli fyrir þær sakir að skortur er á taugalæknum í landinu - ekki síst læknum með hennar sérsvið sem er Parkinson-sjúkdómurinn. En þetta breyttist; dómur sem féll í máli annars læknis varð til þess að yfirvöldum var ekki stætt á að neita Önnu um samning.

Anna Björnsdóttir var gestur Morgunvaktarinnar á RÚV. Hún lýsti framförum í meðferð Parkinson-sjúkdómsins og leitinni að lækningu."

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Önnu