Við minnum á að það er með öllu óheimilt að nýta orlofshús Orlofssjóðs lækna sem stað til að dvelja á í sóttkví.
Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofshús OSL fyrir einangrun.
Sjóðfélagar eru vinsamlegast beðnir um að þrífa sérstaklega vel eftir sig með sápu og sótthreinsa alla snertifleti í lok dvalar.
Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir er ungur vísindamaður Landspítala 2020 og hlaut hún viðurkenninguna fyrir góðan árangur á sviði vísindarannsókna. Útnefningin var tilkynnt á viðburðinum "Vísindum að hausti" á Landspítala 7. október 2020. Hér má sjá viðtal við Hrafnhildi um bakgrunn hennar og starfsferil til þessa.
„Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað tilmælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur varðandi mismunun á rekstrarforsendum,“ segir Jón Gunnarsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. október sl.