Guðrún Sigmundsdóttir er látin

Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, er látin. Hún lést á heimili sínu, Fjarðarási 2, Reykjavík, þriðjudaginn 27. október. 

Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 11. Viðstaddir verða einungis fjölskylda og nánustu vinir. Athöfninni verður streymt og má nálgast streymið á: https://youtu.be/vE8jGqR_9wA. 

Í andlátstilkynningu í Morgunblaðinu laugardaginn 31. október þakkar fjölskyldan starfsfólki heimaþjónustu HERU og þeim fjölmörgu læknum og öðru starfsfólki Landspítalans sem önnuðust hana í veikindum hennar. Einnig er greint frá andláti hennar á fréttamiðlinum Mannlífi og má lesa hér.

Læknafélag Íslands sendir aðstandendum samúðarkveðjur. 

Mynd/Skjáskot/Mannlíf