Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku
Stjórn læknaráðs Landspítalans hefur áhyggjur af ófullkominni einangrun sjúklinga á bráðamóttöku sem mögulega bera alónæmar bakteríur.
„Bráðamóttaka Landspítalans er fyrsti viðkomustaður um 200 sjúklinga sem leita þangað daglega. Þar fá sjúklingar fyrstu greiningu og hluti þeirra þarfnast innlagnar á legudeildir spítalans. Oft reynist mjög örðugt að finna pláss á legudeildum og því hafa sjúklingar þurft að liggja dögum saman á bráðamóttökunni, sem ekki er hönnuð sem legudeild. Vegna eðli[s] bráðadeildar er þjónusta við sjúklinga ekki sú sama og býðst á legudeildum. Sjúklingar þurfa einnig oft að dvelja í gluggalausum herbergjum, í fjölbýli eða á göngum og þurfa í flestum tilvikum að deila salernum.
14.06.2019