Í átak gegn sýklalyfjaónæmi
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að sýklalyfjaónæmi hafi verið talsvert minna vandamál á Íslendi en í nálægum löndum en mikilvægt sé að stemma stigu við frekari útbreiðslu, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni, Sóttvarnarstofnun Evrópusambandsins og Matvælaöryggisstofnun Evrópusambandsins er útbreiðsla sýklalyfjaónæmis ein stærsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum.
08.02.2019