Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Skort­ur á gjör­gæslu­rým­um er viðvar­andi vanda­mál á Land­spít­al­an­um og lausn á því ekki í sjón­máli, að sögn Gunn­ars Mýr­dal Ein­ars­son­ar, yf­ir­lækn­is hjarta- og lungna­sk­urðdeild­ar Land­spít­al­ans.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann vanta stærra hús­næði og fleira sér­hæft starfs­fólk svo hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rým­um á spít­al­an­um.

„Ef við lít­um á töl­fræðina þá vant­ar okk­ur 7-10 gjör­gæslupláss til að stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð miðað við fólks­fjölda.“

Á Land­spít­ala eru 13 gjör­gæslupláss. „Þetta er allt gjör­gæslu­rýmið á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun fyr­ir megnið af land­inu. Þetta er ekki nóg fyr­ir 350 þúsund íbúa og alla ferðamenn­ina sem hingað koma,“ seg­ir hann. 

                                                               Sjá nánar á mbl.is