Aðalfundur LÍ heldur áfram
Aðalfundur LÍ 2018 hélt áfram í morgun með málþingi um stefnumótun LÍ í heilbrigðismálum. Eins og fram kom í ávarpi heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur við setningu aðalfundar LÍ í gær, 8. nóvember, stendur nú yfir í heilbrigðisráðuneytinu vinna að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stjórn LÍ ákvað að helga málþing aðalfundarins að þessu sinni stefnumótun LÍ á þessu sviði og fékk Kristján Vigfússon ráðgjafa til liðs við sig við þá vinnu.
09.11.2018