Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þegar læknar eru spurðir um hvort rekstur sjúkrahúsa eigi eingöngu að vera í höndum hins opinbera segja fleiri að svo eigi ekki að vera. Fleiri læknar eru sem sagt opnir fyrir blandaðri heilbrigðisþjónustu.
Þegar spurt er um heilsugæslustöðvar kemur í ljós að mun hærra hlutfall lækna, eða 76%, vill að fleiri en ríkið reki þær.

 

Ólaunaðar vinnustundir og undirmönnun - og meira álag en talið var

Tæplega helmingur lækna segist vinna 1-4 ólaunaðar vinnustundir á viku. Tæplega þriðjungur segist vinna 5-8 klukkustundir vikulega án launa og tæp 10% lækna vinna 9 stundir eða fleiri á viku launalaust.

Um þrír af hverjum fjórum læknum telja of fáa lækna á vinnustaðnum miðað við vinnuálag. Svipað hlutfall lækna finnst heildarmönnun á vinnustaðnum ekki í samræmi við þörf.

Sjá frétt og viðtal við Ölmu Möller og Reyni Arngrímsson á visir.is