Fréttakerfi

Opnunartími skrifstofu um jólin

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð vegna jólaleyfis frá 24. desember til 2. janúar
18.12.2018
Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar LÍ var haldinn 19. nóvember sl. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipta með sér verkum, þ.e. kjósa varaformann og ritara. Varaformaður var kosinn Jörundur Kristinsson og ritari var kosinn Gunnar Mýrdal. Verkaskipting í stjórn LÍ á komandi starfsári verður því sem hér segir:
26.11.2018
Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum. Almenna reglan er sú að slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.
26.11.2018
Formaður LÍ Reynir Arngrímsson afhendir Þóreyju J. Sigurjónsdóttur heiðursviðurkenninguna.

Heiðursviðurkenningar á aðalfundi LÍ 2018

Í kvöldverðarboði sem haldið var 8. nóvember sl. í tengslum við aðalfund LÍ 2018 voru fjórir kvenlæknar heiðraðar fyrir störf sín. Reynir Arngrímsson formaður LÍ sagði m.a. í ávarpi sínu: Á aðalfundi á aldarafmælisári hefur stjórn félagsins ákveðið að veita fjórum kvenlæknum heiðursviðurkenningar. Þær eiga það allar sammerkt að vera frumkvöðlar og mikilvægar fyrirmyndir í læknastétt, hver með sínum hætti. Þetta eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir.
16.11.2018
Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Agnes Smára­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á lyflækn­inga­sviði Land­spít­ala frá 1. des­em­ber 2018 til næstu 5 ára. Agnes lauk embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1995, stundaði sér­fræðinám við Uni­versity of Conn­ecticut og lauk þaðan prófi í al­menn­um lyflækn­ing­um 2002 og blóðmeina­sjúk­dóm­um og lyflækn­ing­um krabba­meina árið 2005. Agnes starfaði sem sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um krabba­meina á Land­spít­ala á ár­un­um 2005-2014, Gund­er­sen Health System, La Crosse, Wiscons­in 2014-2017, kom svo aft­ur á Land­spít­ala árið 2017, að því er seg­ir á vef Land­spít­al­ans.
16.11.2018
Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Í dag 16. nóv. birtist grein á visir.is eftir öldrunarlæknana Þórhildi Kristinsdóttur, Baldur Helga Ingvarsson og Guðlaugu Þórsdóttur en þau eru starfandi sérfræðingar á Landspítala og skipa auk þess stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna. Í greininni lýsa þau ástandi öldrunarmála á Íslandi og hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða og byggja upp framúrskarandi heilbrigðiskerfi fyrir landsmenn:
16.11.2018
Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.
12.11.2018
Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að nánast allir sérgreinalæknar sem hafi verið á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hafi tilkynnt að þeir ætli ekki að starfa samkvæmt samningnum frá og með áramótum. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga telur ekki líklegt að búið verði að semja um áramótin.
12.11.2018
Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Aðalfundur LÍ haldinn 8. og 9. nóvember 2018 samþykkti sjö ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál.
12.11.2018