Læknar gera athugasemd við frumvarp

Læknafélag Íslands gerir athugsemdir við tvö ákvæði í frumvarpi til umferðarlaga, 52. og 64. grein frumvarpsins, en að læknum er vikið í báðum þessum greinum. " Ekki er hjá því komist að gera athugasemdir við bæði ákvæðin, enda hefur að litlu ef nokkru leyti verið tekið tillit til fyrri samhljóða athugasemda, " segir í umsögn, en Læknafélag Íslands hefur margsinnis gefið umsögn um frumvarp til nýrra umferðarlaga, síðast árið 2012.

Í 52. grein frumvarps til umferðarlaga er fjalla um öndunarpróf, öndunarsýni, blóðsýni og fleira. Læknafélagið tekur í umsögn sinni sérstaklega til umfjöllunar 3. og 4 málsgrein þessarar greinar og er 3. málsgrein svohljóðandi:
" Lögregla annast töku öndunar-, svita- og munnvatnssýnis. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða lífeindafræðingur annast töku blóðsýnis og eftir atvikum munnvatns-, svita- og þvagsýnis. Aðrar rannsóknir og klínískt mat skal framkvæmt af lækni eða hjúkrunarfræðingi. Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr. Neiti ökumaður er heimilt að beita valdi við framkvæmd rannsóknar, sbr. þó 4. mgr." Í 4. málsgrein segir svo: " Um þvagrannsókn skv. 2 mgr. fer samkvæmt lögum um meðferð sakamála nema fyrir liggi ótvírætt samþykki ökumanns. "

Sjá nánar frétt í Morgunblaðinu