Í átak gegn sýklalyfjaónæmi

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og heil­brigðisráðherra und­ir­rituðu í dag yf­ir­lýs­ingu um sam­eig­in­legt átak til að draga úr út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að sýkla­lyfja­ónæmi hafi verið tals­vert minna vanda­mál á Íslendi en í ná­læg­um lönd­um en mik­il­vægt sé að stemma stigu við frek­ari út­breiðslu, en sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni, Alþjóðadýra­heil­brigðismála­stofn­un­inni, Sótt­varn­ar­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins og Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins er út­breiðsla sýkla­lyfja­ónæm­is ein stærsta heil­brigðisógn sem steðjar að mönn­um.

„Með þess­ari und­ir­rit­un ligg­ur fyr­ir op­in­ber stefna ís­lenskra stjórn­valda í bar­átt­unni gegn út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería. Það mik­il­væga skref mark­ar í mín­um huga kafla­skil í þeirri bar­áttu og ber að þakka fyr­ir það góða starf sem unnið hef­ur verið á síðustu árum, m.a. starfs­hóp sem skilaði til­lög­um sín­um árið 2017 og op­in­ber stefna Íslands bygg­ir nú á,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Starfs­hóp­ur heil­brigðisráðherra skilaði tíu til­lög­um að aðgerðum sem miða að því að hefta út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæm­is árið 2017 og líta sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og heil­brigðisráðherra svo á að til­lög­urn­ar marki op­in­bera stefnu stjórn­valda í mála­flokkn­um.

Sjá frétt á mbl.is