Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar

„Það er alls ekki þannig að einn lækn­ir geti staðið að nauðung­ar­vist­un ein­stak­lings í 21 dag án aðkomu annarra fagaðila, þó að sum­ir gætu talið að svo sé út frá þröngri túlk­un á laga­text­an­um,“ seg­ir Engil­bert Sig­urðsson, pró­fess­or í geðlækn­ing­um og yf­ir­lækn­ir geðsviðs Land­spít­al­ans. Hann seg­ir fjölda fagaðila koma að hverri og einni nauðung­ar­vist­un, nauðsyn vist­un­ar sé reglu­lega end­ur­met­in og að sér­fræði- og yf­ir­lækn­ar á þeim deild­um þar sem hún fer fram hafi ávallt vald til þess að stöðva nauðung­ar­vist­un um leið og hún telst ekki leng­ur óhjá­kvæmi­leg.

Nú­gild­andi lögræðis­lög hafa reglu­lega verið gagn­rýnd síðan þau tóku gildi 1997, meðal ann­ars af sér­fræðinefnd Evr­ópuráðsins um varn­ir gegn pynt­ing­um og ann­arri van­v­irðandi eða ómannúðlegri meðferð eða refs­ingu (CPT-nefnd­in), Geðhjálp og þing­manni Pírata, Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur.

Lög­in voru end­ur­skoðuð á ár­un­um 2014 og 2015 og tóku upp­færð lög gildi 1. janú­ar 2016. Nokkr­ar breyt­ing­ar voru gerðar á kafl­an­um sem snýr að nauðung­ar­vist­un­um, en sú stærsta var lík­lega sú að aðstand­end­ur gætu ekki leng­ur verið beiðend­ur um nauðung­ar­vist­un til 21 dags.

Sjá frétt á mbl.is