Staðan á Landspítala verulegt áhyggjuefni
Formaður læknaráðs Landspítalans segir að uppsagnir ljósmæðra og yfirvofandi yfirvinnubann ógni góðum árangri í baráttunni gegn andvana fæðingum og nýburadauða. Staðan vegna kjaradeilu ljósmæðra sé verulegt áhyggjuefni.Ljósmæður höfnuðu tilboði samninganefndar ríkisins í gær og sagði formaður samninganefndar að staðan væri orðinn verri.
13.07.2018