Fréttakerfi

Lög um brottnám líffæra við andlát

Lög um brottnám líffæra við andlát

Meðal merkustu framfara læknisfræðinnar er flutningur líffæris frá líffæragjafa í annan einstakling sem þjáist af alvarlegri líffærabilun. Meðferðin getur bjargað lífi sjúklinga eða bætt lífsgæði þeirra verulega og þrátt fyrir að eiga sér ekki langa sögu hefur hún verið í mikilli framþróun og er enn. Fjöldi þeirra sem þurfa á líffærum að halda eykst stöðugt en framboð hefur ekki aukist að sama skapi.1 Líffæragjöf frá látnum einstaklingi er möguleg ef hann hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt skilmerkjum heiladauða og ljóst er að heilastarfsemi hefur stöðvast á óafturkræfan hátt. Helstu orsakir þess eru heilablóðföll eða alvarlegar heilaskemmdir vegna höfuðáverka. Árið 1991 samþykkti Alþingi lög um að nema mætti brott líffæri úr líkama einstaklings að honum látnum ef hann hefði lýst yfir vilja til þess í lifanda lífi en ef slík yfirlýsing væri ekki fyrir hendi þyrfti samþykki nánustu
06.07.2018

"Þurfum að taka umræðu um endurskoðun og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins"

segir María I. Gunnbjörnsdóttir formaður Félags sjúkrahúslækna meðal annars í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Félag sjúkrahúslækna er nýtt aðildarfélag Læknafélags Íslands, stofnað 18. janúar 2018 á Læknadögum. Stofnun félagsins kemur í kjölfar mikilla breytinga á skipulagi Læknafélags Íslands sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. Niðurstaða vinnuhóps á vegum Læknafélags Íslands var að fjögur félög: Læknafélag Reykjavíkur, Félag íslenskra heimilislækna, Félag almennra lækna og Félag sjúkrahúslækna yrðu aðildarfélög Læknafélags Íslands með tvo fulltrúa hvert í stjórn LÍ og færu með atkvæði félagsmanna sinna á aðalfundi LÍ.
05.07.2018
Hriktir í heilbrigðiskerfinu - læknum úthýst

Hriktir í heilbrigðiskerfinu - læknum úthýst

"Í skoðanakönnun á viðhorfi landsmanna til reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustu árið 2015 kom fram að flestir, eða 49,5%, töldu að læknastofur og sú þjónusta sem þar er veitt ætti að vera rekin jafnt af læknunum sjálfum og hinu opinbera og rúmlega 10% til viðbótar töldu að hún ætti fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. Minnihluti svarenda, sem voru 1600 á aldrinum 18-75 ára, töldu að fela ætti hinu opinbera alfarið rekstur slíkrar þjónustu, eða 39,9%.2 Kostnaður vegna þessarar þjónustu er um 6% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála. Meðalkostnaður við hverja komu er um 11.000 krónur að aðgerðum meðtöldum. Vart verður séð að aðrir aðilar innan kerfisins geti veitt þjónustuna á betra verði eða af meiri gæðum".
05.07.2018
Læknar standa vaktina

Læknar standa vaktina

Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið. Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara.
05.07.2018
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilunni

Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilunni

Kjarabarátta hefur staðið allt of lengi að mati læknaráðs Landspítalans sem lýsir miklum áhyggjum af ástandi á fæðingardeild spítalans vegna uppsagna ljósmæðra og kjaradeilu þeirra við ríkið í ályktun sem það sendi frá sér í dag. Í ályktuninni segir að ljósmæður vinni mikilvægt starf við umönnun kvenna á meðgöngu. Á Íslandi hafi náðst mjög góður árangur í fæðingaþjónustu þegar skoðaðar eru tölur um burðarmálsdauða og mæðradauða. Samstarf ljósmæðra og lækna í umönnun kvenna á meðgöngu sé þar lykilatriði. „Heilbrigðiskerfið virkar sem keðja og ef einn hlekkur hennar er ekki til staðar þá rofnar þjónustan og hætta er á að ekki takist að halda í þann góða árangur sem við höfum náð í fæðingaþjónustu á Íslandi,“ segir ráðið.
04.07.2018
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“
04.07.2018
Yfirlýsing frá LÍ:  Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018

Yfirlýsing frá LÍ: Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018

Í Morgunblaðinu í dag, 3. júlí 2018, er gefið í skyn að heildarlaun lækna eftir 6 ára nám séu um 1.500.000 kr. Þetta er rangt og er harmað að reynt sé blanda læknum inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 479.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 525.248 til 597.180 eftir starfsaldri.
03.07.2018
Skipulagsbreytingar á Læknafélagi Íslands

Skipulagsbreytingar á Læknafélagi Íslands

Á aðalfundi Læknafélags Íslands 2017 voru gerðar umtalsverðar breytingar á lögum þess sem fela í sér eftirfarandi skipulagsbreytingar hjá félaginu. Í þeim felst m.a. að læknar eru framvegis félagsmenn í Læknafélagi Íslands (LÍ) og velja síðan aðildarfélag til að tilheyra. Svæðafélögin eru ekki lengur aðildarfélög. Aðildarfélög LÍ eru framvegis fjögur:
02.07.2018
Golfmótaröð lækna 2018

Golfmótaröð lækna 2018

Tveimur mótum af fjórum er nú lokið í golfmótaröð lækna 2018 sem í ár er með hátíðarsvip í tilefni aldarafmælis LÍ. Úrslitin úr þessum tveimur fyrstu mótum afmælismótaraðarinnar eru þessi:
02.07.2018
Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Heilbrigðisráðuneytið hefur í rúm tvö ár með ítrekuðum bréfaskriftum bannað Sjúkratryggingum Íslands að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á rammasamning SÍ og Læknafélags Reykjavíkur burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Það er skýrt brot á samningnum. Nú hefur ráðuneytið úrskurðað í stjórnsýslukæru taugalæknis sem var synjað um aðkomu að samningnum án mats á þörfinni. Niðurstaðan var sú að ráðuneytið taldi ekkert athugavert við málsmeðferðina.
28.06.2018