Deila hart á ráðherra vegna rammasamnings
Bæði formaður Læknafélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga Íslands gagnrýna heilbrigðisráðherra vegna rammasamnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands . Formaður læknafélagsins segir að verið sé að skemma kerfið og ráðherra hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum. Framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafa kært fyrirmæli ráðherrans um að viðhalda takmörkunum á rammasamningi nýrra lækna við SÍ.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
11.06.2018