Fréttakerfi

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Færst hefur í aukana að einhverskonar heilbrigðistengdar auglýsingar sjáist á samfélagsmiðlum. Læknafélag Íslands er að hefja vinnu við tilmæli til lækna um örugga og faglega notkun samfélagsmiðla. „Við þurfum að búa til frekari tilmæli um samskiptahætti lækna á samfélagsmiðlum, það skiptir miklu máli hvernig læknar koma fram og hvað þeir segja á samfélagsmiðlum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu.
29.01.2018
Orðasafn í líffærafræði

Orðasafn í líffærafræði

Þriðja heftið í ritröðinni "Orðasafn í líffærafræði" er nú komið út á vegum Orðanefndar Læknafélags Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. Nýja heftið, Æðakerfið, inniheldur ensk, íslensk og latnesk heiti á slagæðum, bláæðum og vessaæðum mannsins. Heitunum fylgja skilgreining eða lýsing á hverri æð fyrir sig. Heftin eru fyrst og fremst ætluð nemum í heilbrigðisgreinunum, en geta vissulega komið starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum að gagni við dagleg störf.
25.01.2018
Dr. Anthony Costello

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál. Ef við bregðumst ekki hratt við töpum við á stuttum tíma því sem náðst hefur segir dr. Anthony Costello framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO.
22.01.2018
Félag sjúkrahúslækna stofnað

Félag sjúkrahúslækna stofnað

Nýtt aðildarfélag að Læknafélagi Íslands, Félag sjúkrahúslækna (FSL) var stofnað í gær þann 18. janúar 2018 á Læknadögum. Stofnun félagsins ber upp á 100 ára afmæli LÍ. Á síðasta aðalfundi haustið 2017 var nýtt skipulag fyrir LÍ samþykkt. Aðildarfélög þess verða nú fjögur, Félag íslenskra heimilislækna (FÍH), Félag almennra lækna (FAL), Félag sjálfstætt starfandi lækna/Læknafélag Reykjavíkur (LR) og hið nýja félag sjúkrahúslækna (FSL). Hið eldra skipulag frá sjötta áratug sl. aldar þar sem svæðafélög lækna voru grunnstoðir LÍ var lagt af.
19.01.2018
Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00-22:00 verður opið málþing á Læknadögum í Hörpu um geðheilbrigði og samfélag. Málþingið verður haldið í Silfurbergi B og er opið öllum - aðgangur er ókeypis.
17.01.2018
Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega í janúar, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar.
16.01.2018
Glæsileg tónlistarhátíð í Eldborginni

Glæsileg tónlistarhátíð í Eldborginni

Boðið verður upp á glæsilega tónlistarhátíð í Eldborg nk. mánudag, þar munu fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar bjóða upp á tónlistarveislu af bestu gerð.
09.01.2018
Dr. Anthony Costello

Afmælishátíð Læknafélagsins í Hörpunni

Dr. Anthony Costello er einn af þremur fyrirlesurum sem mun standa á sviðinu í Eldborg næsta mánudag. Í erindi sínu mun hann fjalla um niðurstöður skýrslunnar The Lancet Countdown: tracking progress on health and climate change, ásamt áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði og stöðu mæðra, barna og ungmenna.
09.01.2018
Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Umhverfið verður í aðalhlutverki á 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Afmælisárið hefst með pompi og prakt á Læknadögum í Eldborg 15. janúar þar sem almenningi er boðið að taka þátt í umræðunni um umhverfisvandamál og stöðu heilbrigðiskerfisins.
08.01.2018
Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Örkönnun um upplifun starfsmanna á óæskilegri hegðun var gerð dagana 7.-20. desember 2017 og liggja niðurstöður nú fyrir.
04.01.2018