Heilsugæslur berjist um verktakalækna
Staða heilsugæslu á landsbyggðinni er orðin alvarleg, nýliðun í hópi lækna er lítil og það þarf að skoða hvernig hægt er að snúa því við. Núna höldum við í rauninni uppi lágmarksþjónustu sums staðar að umtalsverðu leyti með aðstoð verktakalækna. Sem er frábært en á sama tíma mjög erfitt því verktakalæknar eiga ekki að vera til samkvæmt ráðuneytinu,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
06.03.2018