Fréttakerfi

Heilsugæslur berjist um verktakalækna

Heilsugæslur berjist um verktakalækna

Staða heilsugæslu á landsbyggðinni er orðin alvarleg, nýliðun í hópi lækna er lítil og það þarf að skoða hvernig hægt er að snúa því við. Núna höldum við í rauninni uppi lágmarksþjónustu sums staðar að umtalsverðu leyti með aðstoð verktakalækna. Sem er frábært en á sama tíma mjög erfitt því verktakalæknar eiga ekki að vera til samkvæmt ráðuneytinu,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
06.03.2018
Umskurður: Primum non nocere

Umskurður: Primum non nocere

Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða – eru gömul gildi læknisfræðinnar. Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Vonandi tekst okkur Íslendingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með lagasetningu.
06.03.2018
Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands var haldið ljóða- og örsögukvöld föstudaginn 2. mars 2018.
05.03.2018
Íslenskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið

Íslenskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið

Rúm­lega 400 ís­lensk­ir lækn­ar lýsa yfir ánægju með frum­varp sem banna á umsk­urð drengja nema lækn­is­fræðileg­ar ástæður liggja til grund­vall­ar. Segja lækn­arn­ir málið ekki flókið, þó það hafi ýms­ar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án lækn­is­fræðilegra ástæðna ganga gegn Genfar­yf­ir­lýs­ingu lækna.
22.02.2018
Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Skrifstofa Læknafélags Íslands er lokuð eftir hádegi í dag vegna framkvæmda.
20.02.2018
Stjórn FSL frá vinstri: Ólafur H. Samúelsson, Ragnheiður Baldursdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, S…

Fyrsti fundur stjórnar FSL

Fyrsti fundur stjórnar í nýstofnuðu Félagi sjúkrahúslækna (FSL) var haldinn 7. febrúar sl. Á dagskrá var umræða um áhersluatriði hins nýja félags en auk þess hefðbundin undirbúningsstörf eins og öflun kennitölu og netfangs, stofnun bankareiknings, heimasíðu og fésbókarsíðu og hönnun lógós fyrir hið nýja félag. Stjórnin mun ráðast í þessi verkefni nú á næstunni.
16.02.2018
Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Tyrkneska læknafélagið sendi frá sér fréttatilkynningu 24. janúar sl. þar sem félagið lýsti þeirri skoðun að stríð væri lýðheilsuvandamál sem ógnaði umhverfi og samfélaginu öllu. Í kjölfarið voru 11 stjórnarmenn í tyrkneska læknafélaginu handteknir og settir í varðhald. Saksóknari í Tyrklandi mun vera að rannsaka mál stjórnarmannanna en engar vísbendingar eru um til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart þeim. Skrifstofur tyrkneska læknafélagsins sættu húsleit og haldlagðar voru tölvur félagsins sem m.a. höfðu að geyma kvartanir og trúnaðargögn um lækna og sjúklinga.
01.02.2018

"Þeir eru skrefinu á undan"

"Ég held að það sé almennur áhugi fyrir því að útrýma þessu,“ segir Einar S. Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum, um baráttuna gegn ólöglegum lyfjum í íþróttum. Hann segir að jafnvel þó að íþróttamenn hætti notkun þessara lyfja í tæka tíð áður en efnin greinast í líkama þeirra, þá hafi þeir notað þau til að byggja sig upp og ná þannig forskoti. Eftirlitið batnar alltaf en færni sérfræðinganna sem aðstoða íþróttafólkið fleygir líka fram. „Þeir eru skrefinu á undan.“
30.01.2018
Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Læknar á Íslandi eru margir ansi þreyttir og því fylgir kulnun í starfi, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Álag á lækna var það fyrsta sem rætt var á læknadögum.
30.01.2018
Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Á þeirri öld sem liðin er frá stofnun Læknafélags Íslands, í janúar 1918, hefur orðið bylting í heilbrigðisþjónustu landsins. Miklar framfarir hafa auðvitað orðið í læknavísindum og stórkostlegur árangur hefur náðst á mörgum sviðum í því að bæta líf og heilsu fólks. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og hlutverk lækna á Morgunvaktinni á Rás 1.
29.01.2018