Ályktun stjórnar LÍ um stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa
Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Ein af meginstoðum þjónustunnar er samningur Læknafélags Reykjavíkur (LR) við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en á honum byggist heilbrigðisþjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna við sjúklinga. Slíkan samning má rekja allt aftur til ársins 1909 við stofnun fyrsta sjúkrasamlags landsins.
05.06.2018