Læknar standa vaktina
Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið.
Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara.
05.07.2018