Fréttakerfi

Sjúkratryggingar Íslands - Hvítbók

Sjúkratryggingar Íslands - Hvítbók

Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.
05.04.2018
Vondur starfsandi og stjórnendur segja upp

Vondur starfsandi og stjórnendur segja upp

Fráfarandi fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir bókhald stofnunarinnar hafa verið í miklum ólestri og ekki afstemmt þegar hún tók við í haust. Þrír stjórnendur stofnunarinnar, auk sálfræðings, hafa sagt upp störfum, forstjórinn þar með talinn. Mikil óánægja er með starfsandann á staðnum. Framkvæmdastjóri lækninga segir skorta fjárveitingar.
05.04.2018
Vilja að ráðherra kanni kjör heilsugæslulækna

Vilja að ráðherra kanni kjör heilsugæslulækna

Læknafélag Íslands telur vandséð að sú fullyrðing geti staðist að það geti verið ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, líkt og settur forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sagði í samtali við fréttastofu. Fullyrðingin geti aðeins staðist ef verktakalæknar fái lægri laun en samkvæmt kjarasamningi. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi heilbrigðisráðherra í morgun.
28.03.2018
Verktakagreiðslur í heilsugæslu

Verktakagreiðslur í heilsugæslu

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinga framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að það sé ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn,
27.03.2018
Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Á aðalfundi Almenna lífeyrissjóðsins í gær 22. mars 2018 var Arna Guðmundsdóttir kjörin í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Oddur Ingimarsson varamaður. Auk þess að vera læknar, er Arna að ljúka MBA námi um þessar mundir og Oddur með meistaragráðu í fjármálastjórnun fyrirtækja.
23.03.2018
Yfirlýsing frá LÍ vegna fréttaflutnings um landsbyggðalækna

Yfirlýsing frá LÍ vegna fréttaflutnings um landsbyggðalækna

Læknafélag Íslands (LÍ) lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Um alllangt skeið hefur staðan verið sú að heilsugæslustöðvum gengur illa að manna stöður heilsugæslulækna. Um þennan vanda var fjallað á málþingi Félags ísl. heilsugæslulækna í byrjun þessa mánaðar
23.03.2018
Söfnun persónugreinanlegra heilsufarsupplýsinga

Söfnun persónugreinanlegra heilsufarsupplýsinga

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem lýst er áhyggjum yfir því að embætti landlæknis skuli vera búið að flytja persónugreinanleg gagnasöfn sín til einkaaðila og að Persónuvernd skuli hafa þurft að gera alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti embættið stóð að flutningnum.
23.03.2018
Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Ársfundur sjóðsins verður haldinn 22. mars nk. Á fundinum verður kosið um einn varamann sem má vera af hvoru kyni. Varamenn þurfa ekki að tilkynna framboð fyrr en á ársfundi og verður þeim gefinn kostur á því að kynna sig á fundinum.
20.03.2018