Vilja að ráðherra kanni kjör heilsugæslulækna
Læknafélag Íslands telur vandséð að sú fullyrðing geti staðist að það geti verið ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, líkt og settur forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sagði í samtali við fréttastofu. Fullyrðingin geti aðeins staðist ef verktakalæknar fái lægri laun en samkvæmt kjarasamningi. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi heilbrigðisráðherra í morgun.
28.03.2018