Fráfarandi fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir bókhald stofnunarinnar hafa verið í miklum ólestri og ekki afstemmt þegar hún tók við í haust. Þrír stjórnendur stofnunarinnar, auk sálfræðings, hafa sagt upp störfum, forstjórinn þar með talinn. Mikil óánægja er með starfsandann á staðnum. Framkvæmdastjóri lækninga segir skorta fjárveitingar.
05.04.2018