Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns
Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandidatsári loknu hækka fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.
23.04.2018