Fréttakerfi

Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“
21.06.2018
Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Ljós­móðir er feg­ursta orð ís­lenskr­ar tungu. Þetta var niðurstaða kosn­ing­ar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hug­vís­inda­sviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fal­leg­ustu hug­tök ver­ald­ar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku.
21.06.2018
Sjálfbært heilbrigðiskerfi

Sjálfbært heilbrigðiskerfi

Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis.
21.06.2018
Ályktun stjórnar LÍ um nýsamþykkt lög frá Alþingi um rafrettur

Ályktun stjórnar LÍ um nýsamþykkt lög frá Alþingi um rafrettur

Í tóbaksvarnarlögum eru reykingar óheimilar á veitinga- og skemmtistöðum vegna mögulegra áhrifa sem óbeinar reykingar geta haft á heilsufar þeirra sem viðstaddir eru. Við meðferð laga um rafrettur á Alþingi var lagt til að sambærilegt bann yrði sett fyrir notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. Með naumum meirihluta, 26 atkvæðum gegn 25 var sú breytingartillaga felld. Þegar hin nýju lög um rafrettur ganga í gildi verður eigendum veitinga- og skemmtistaða því í sjálfsvald sett hvort reykja megi rafrettur á þessum stöðum. LÍ telur mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum. Reykur frá rafrettum inniheldur nikótín sem er vel þekkt sem sterkt og kröftugt fíkni- og ávanabindandi efni. Mengun í andrúmslofti þeirra sem ekki neyta nikótíns, en verða fyrir því að þurfa að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðu er því að mati LÍ óásættanlegt.
21.06.2018
Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn

Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
21.06.2018

"Heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki"

Marta Jóns­dótt­ir formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­ala og hjúkr­un­ar­fræðing­ur seg­ir í opnu bréfi til Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra að bæta þurfi kjör heil­brigðis­stétta til þess að hægt sé að bjóða upp á heild­stæða heil­brigðisþjón­ustu og að tím­inn til sé þess núna. „Það er mik­il­vægt að byggja hús, skapa gott um­hverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mik­il­væg­ara er að hafa í huga að heil­brigðis­kerfi er og verður ekki byggt upp á hús­um, heil­brigðis­kerfi er byggt upp af fólki,“ seg­ir Marta í bréfi sínu.
20.06.2018
Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Ásgeir Jónsson, læknir bendir á að þróun sérfræðiþjónustu lækna sé í hættu í Mbl. í dag: "Nýjungar í læknisfræði verða til í virtum háskólum vestanhafs og austan og þangað sækja íslenskir læknar sína menntun. Séu atvinnumöguleikar ungra sérfræðinga sem eru við nám eða störf erlendis takmarkaðir vegna fárra auglýstra starfa á LSH og aðgangsleysis á samning við SÍ munu gæði heilbrigðisþjónustunnar versna." Greinina má lesa hér:
19.06.2018

"Við erum að nálgast fyrirkomulag sem í raun er ekki annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi"

"Við þurfum langtíma stefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki um of af pólitík hægri, vinstri, upp eða niður. Við þurfum ekki harðar stefnur, sem hinn vængurinn kemur sífellt og snýr á haus þegar völdum er náð. Það verður sérlega erfitt þegar skiptin verðs svo ör sem á síðustu árum." Segir Þórarinn Guðnason, formaður LR í viðtali við DV. „Við erum að tala um stefnu sem byggir einungis á stefnuskrá Vinstri grænna og röngum gögnum um vilja þjóðarinnar." "Til mótvægis bendi ég að að það var heldur ekki sátt þegar sumir töldu að fyrir dyrum stæði fyrirtækjavæðing heilbrigðisþjónustunnar í tíð fyrri ríkisstjórna.“
18.06.2018
Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Óli Björn Kárason fjallar í Morgunblaðinu þann 13. júní 2018 um uppkomna stöðu í heilbrigðiskerfinu vegna synjunar heilbrigðisráðherra á umsókn lækna um samning við SÍ. Hann skrifar m.a.: „Hægt og bít­andi verður til tvö­falt heil­brigðis­kerfi með einka­reknu sjúkra­trygg­inga­kerfi. Efna­fólk mun nýta sér þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga en við hin þurf­um að skrá nöfn okk­ar á biðlista í þeirri von að við fáum nauðsyn­lega þjón­ustu inn­an veggja rík­is­ins áður en það verður of seint.”
14.06.2018