"Þurfum að taka umræðu um endurskoðun og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins"

Nýtt aðildarfélag Læknafélags Íslands leit dagsins ljós 18. janúar á Læknadögum þegar haldinn var stofnfundur Félags sjúkrahúslækna. Stofnun félagsins kemur í kjölfar mikilla breytinga á skipulagi Læknafélags Íslands sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. “Starfsumhverfi lækna er okkur hugleikið og í því felst uppbygging heilbrigðisþjónustu landsmanna og skilgreining verkefna á hverju þjónustustigi. Kerfin þurfa að vinna saman með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi því við eru á einhverjum hluta ævinnar öll neytendur og greiðendur fyrir þessa þjónustu. Þjóðin er sammála um að heilbrigðis-þjónusta sé mikilvæg, eigi að vera í forgangi og við þurfum að taka þessa umræðu. Regluleg endurskoðun á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á að vera sjálfsögð, með gæði og hagkvæmni að leiðarljósi.

Við þurfum skýra framtíðarsýn, langtímamarkmið að geta byggt upp heilbrigðisþjónustu landsins. Félagið telur að læknar eigi að hafa meiri áhrif á þá vinnu og leiðbeina stjórnvöldum” segir María í viðtali í nýútkomnu hefti Læknablaðsins.

Sjá viðtal við Maríu í Læknablaðinu.