Háskaleikur heilbrigðisráðherrans

Í Morgunblaðinu í dag 8. júní 2018 birtist grein eftir Stefán E. Matthíasson formann heilbrigðisfyrirtækja og Þórarinn Guðnason formann Læknafélags Reykjavíkur.

Í greininni segir m.a.:  “Sér­fræðiþjón­usta lækna hef­ur um ár­araðir verið kjöl­festa góðrar lækn­isþjón­ustu hér á landi. Á síðasta ári tóku sér­fræðilækn­ar á ramma­samn­ingi við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands á móti um 500 þúsund heim­sókn­um. Þeir fram­kvæmdu meðal ann­ars um átján þúsund skurðaðgerðir og þúsund­ir spegl­ana auk margskon­ar lífeðlis­fræðilega rann­sókna. “ Enn fremur kemur fram í greininni að: “Um 350 lækn­ar starfa á samn­ingn­um í ýms­um sér­grein­um. Til viðbót­ar eru um 300 önn­ur stöðugildi fag­fólks í ýms­um grein­um. Enda þótt starf­sem­in sé afar um­fangs­mik­il er at­hygl­is­vert að hún tek­ur ein­ung­is til sín um 6% af heild­ar­út­gjöld­um til heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Sér­fræðiþjón­ust­an er ein­fald­lega vel rek­in, ódýr miðað við í ná­granna­lönd­um og með gott aðgengi sjúk­linga. Gæðin þarf eng­inn að draga í efa. Það er vand­séð annað en að hér sé vel farið með hverja krónu skatt­fjár­ins”.

Greinina í heild sinni má lesa hér