Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna

Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega.

Þrír valkostir eru í boði þann 1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er að gera nýjan samning við sérfræðilækna en ráðherra segir það alveg ljóst að það yrði ekki opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís. Annar möguleikinn er að núgildandi samningur yrði framlengdur meðan unnið væri að breytingum. Þriðji og síðasti möguleikinn er sá að samningurinn rynni út og enginn samningur væri í gildi.

Sjá frétt á frettabladid.is