Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður framkomið frumvarp heilbirgðisráðherra til laga um rafrettur og leggur áherslu á að tekið sé mið af þeirri lýðheilsustefnu sem mótuð hefur verið af flestum nágrannalöndum okkar og öllum Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Frumvarpið tekur mið af ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. LÍ skorar á Alþingi að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi á rafrettum (veipum) sé takmarkað. Það er óviðunandi að þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi sé ógnað með heilsuspillandi athæfi.  

LÍ er fylgjandi því viðhorfi frumvarpsins að tryggja aðgengi fullorðinna einstaklinga sem vilja nýta sér rafsígarettur sem skaðaminnkunarúrræði til að hætta að minnka sína tóbaksneyslu. Höfuðáhersla verður að vera á að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu nikótíns í rafrettum sem síðar geti leitt til annarrar tóbaksnotkunar.