Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Á aðalfundi Almenna lífeyrissjóðsins í gær 22. mars 2018, var Arna Guðmundsdóttir kjörin í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Oddur Ingimarsson varamaður. Auk þess að vera læknar, er Arna að ljúka MBA námi um þessar mundir og Oddur með meistaragráðu í fjármálastjórnun fyrirtækja. Það eru góð tíðindi fyrir okkur lækna að þau buðu sig fram í stjórn lífeyrissjóðsins okkar. LÍ óskar þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í vandasömu og krefjandi verkefni.
Lífeyrissjóður lækna sameinaðist Almenna lífeyrissjóðnum árið 2006.  Frá upphafi hafa læknar setið í stjórn sjóðsins og á tímabilum gengt formennsku.

 

Arna GuðmundsdóttirOddur Ingimarsson