Þjónustan færð nær fólkinu

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur ráðið til sín Sig­urð Böðvars­son krabba­meins­lækni og geta krabba­meins­sjúk­ling­ar á Suður­landi nú sótt lyfjameðferðir með aðstoð krabba­meins­lækn­is.

Marg­ir krabba­meins­sjúk­ling­ar þurfa að sækja lyfjameðferðir viku­lega. Það er því mik­il bú­bót fyr­ir heima­menn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heil­brigðisþjón­ustu. 

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður þörf­ina á þjón­ustu fyr­ir krabba­meins­sjúk­linga á Suður­landi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverj­um þrem­ur ein­stak­ling­um fær krabba­mein á lífs­leiðinni.

Sjá frétt og viðtal við Sigurð í Morgunblaðinu 10.1.2019