Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð Landspítala segir að starfsmatskerfi sem Landspítalinn notar til að flokka störf vegna jafnlaunavottunar endurspegli ekki eðli og inntak læknisstarfsins. Kerfið sem spítalinn notast við er frá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS og hefur verið breytt nokkuð til notkunar hérlendis. Læknaráð segir að breska kerfið taki ekki til lækna. Því sé mikilvægt að meta að verðleikum bæði lengd læknanáms og endanlega ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga.
 

Í ályktun frá stjórn læknaráðsins er því fagnað að Landspítalinn vinni að því að starfsmenn sem gegna sömu eða jafnverðmætum störfum fái greidd sambærileg laun.

                                                                Sjá frétt á ruv.is