Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Á undanförnum árum hefur það allt of oft gerst að lífsnauðsynleg lyf eru ekki fáanleg hér á landi. Þetta veldur ekki bara óþægindum fyrir lækna sem ávísa lyfjunum heldur getur verið lífshættulegt sjúklingum.

Samkvæmt lyfjalögum nr 93/1994 fyrstu grein, er markmið laganna að tryggja landsmönnum nægt framboð af lyfjum.
Ástæður lyfjaskorts eru margvíslegar eins og framleiðsluvandi, flutningur lyfja til landsins, of fá samheitalyf, afskráning lyfja eða kröfur um lágmarksmagn í pöntun á lyfjum. Ábyrðin er á höndum markaðsleyfishafa, innflutningsaðilla og yfirvalda.

Læknaráð landspítala hvetur alla hlutaðeigandi og sérstaklega yfirvöld til að tryggja öryggi sjúklinga með því að koma í veg fyrir lyfjaskort í landinu. Taka þarf höndum saman og koma þessum málum í réttan farveg.

5. apríl 2019