Lyfjaskortur og lyfjaverð
Á dögunum gaf Hagfræðistofnun út skýrslu sem fjallaði um lyfjamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lyfjaverð á Íslandi hefði lækkað síðan í byrjun 21. aldarinnar og að gögn frá Hagstofunni benda til þess að árið 2018 hafi íslenskir neytendur greitt um það bil helmingi minna fyrir skammt af lyfjum en 2003. Þá kom fram að vegna verðlagshamlana sem settar eru á lyf hér á landi sé lyfjaframboð hér á landi aðeins þriðjungur af því framboði sem í boði er á Norðurlöndum. Læknar og lyfsalar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni og telja sumir að endurskoða þurfi þessar verðlagshömlur.
12.07.2019