Kórvilla – svar við bréfi Kára
Kári Stefánsson, læknir bendir réttilega á í grein í Fréttablaðinu 27. júní sl. að læknasamtökin eru öflugur bakhjarl félagsmanna sinna[i]. Það sem honum hinsvegar yfirsést í ágætri grein og ábendingum til læknasamtakanna er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra hafa yfirleitt og almennt farið saman og gera enn. Þannig hafa læknar verið aðaldriffjöðrin í uppbyggingu heilbrigðiskerfis. Þeir eru hryggjarstykkið í starfseminni og hjartað sem pumpar lífsglóðinni sem heldur því gangandi. Því er hinsvegar ekki að leyna að áhrif lækna á ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfisins og stofnanna þess hefur farið minnkandi á sl. árum.
28.06.2019