Ályktun stjórnar læknaráðs Landspítala um nýtt skipurit Landspítala
Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eiga faglega ábyrgð á klínísku sviði. Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum.
29.10.2019