Læknar sem hætta við vetrarfrí vegna COVID-19
Allnokkur fjöldi lækna hefur hætt við að fara erlendis í vetrarfrí með fjölskyldu sinni vegna COVID-19 faraldursins eftir að biðlað var til heilbrigðisstarfsmanna um að fresta öllum utanlandsferðum eftir því sem kostur væri. Nú hafa Læknafélagi Íslands (LÍ) borist fyrirspurnir frá nokkrum læknum vegna þess kostnaðar sem þeir hafa þegar lagt út fyrir vegna fyrirhugaðs vetrarfrís, þ.e. þess kostnaðar, sem þeir fá ekki endurgreiddan við afpöntun. Mismunandi er hvaða reglur gilda um afpöntun.
12.03.2020