Fréttakerfi

Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Um 7% kven­kyns lækna höfðu upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði árið 2018 og 47% kven­kyns lækna ein­hvern tíma á starfsæv­inni. Þetta kem­ur fram í könn­un á líðan og starfs­hátt­um lækna sem Lækna­fé­lag Íslands lét gera í októ­ber árið 2018. Ólöf Sara Árna­dótt­ir, handa­skurðlækn­ir á Land­spít­al­an­um og formaður sam­skipta- og jafn­rétt­is­nefnd­ar Lækna­fé­lags Íslands, greindi frá niður­stöðunni í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um #met­oo-hreyf­ing­una sem hald­in er í Hörpu. Um 1% karl­kyns lækna hafði upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 13% á starfsæv­inni. Könn­un­in nær til allra lækna sem eru skráðir í Lækna­fé­lagið. Ung­ir lækna­nem­ar einkum kon­ur eru í mestri hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni. Þess má geta að könn­un­in var gerð tæpu ári eft­ir að #met­oo-bylt­ing­in náði hæstu hæðum hér á landi.
19.09.2019
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.
13.09.2019
Getur ekki ráðlagt veip til að hætta að reykja

Getur ekki ráðlagt veip til að hætta að reykja

Fjölmargar tilkynningar um öndunarfærasjúkdóma af óljósum ástæðum, tóku að berast heilbrigðisyfirvöldum í Illinois og Wisconsin í Bandaríkjunum í júlí. Sjúkdómarnir voru þó hugsanlega tengdir veipi. Margir sjúklinganna eru ungir að árum. Fleiri dæmi komu upp víðar um Bandaríkin og nú hafa um 450 manns veikst og 5 látist. Farið var í að rannsaka orsök veikindanna í Illinois og Wisconsin og niðurstöðurnar birtar í The New England Journal of Medicine í liðinni viku. Þar voru rannsakaðir 53 sjúklingar sem leitað höfðu á sjúkrahús vegna öndunarfærasjúkdóms og höfðu veipað. Í framhaldinu birti Embætti Landlæknis tilkynningu um veikindin. Veikindin lýsa sér þannig að flestir sjúklinganna hafa verið með öndunarfæraeinkenni, hósta, mæði og jafnframt hafa þau verið með einkenni frá meltingarvegi, ógleði, uppköst og jafnvel niðurgang. Allir lýstu slappleika og almennum lasleika.
12.09.2019
Ekki sýnt fram á rétt vinnulag

Ekki sýnt fram á rétt vinnulag

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að rétt hafi verið staðið að staðfestingu ráðherra á breyttu skipuriti Landspítalans sem tók gildi í ársbyrjun 2017. Sjö yfirlæknar á rannsóknasviði voru ósáttir við breytingarnar og leituðu til umboðsmanns með umkvartanir sínar. Yfirstjórn Landspítala ákvað á haustdögum 2016 að breyta uppbyggingu rannsóknasviðs, bæði með sameiningu deilda og breyttum hlutverkum yfirmanna. Þannig heyrðu deildarstjórar ekki lengur undir yfirlækna heldur beint undir forstjóra. Stór hluti starfsfólks á nokkrum deildum heyrði svo undir deildarstjóra en aðrir undir yfirlækna. Þeir sjö yfirlæknar sem kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis töldu að með þessu væri skorið milli faglegrar ábyrgðar þeirra á starfseminni og stjórnunar. Þessu andmæltu yfirmenn spítalans og sögðu að fyrirkomulagið á rannsóknasviði yrði eftir breytingar það sama og á öðrum sviðum sjúkrahússins. Yfirmenn sögðu breytinguna ekki ganga gegn ákvæðum laga um faglega ábyrgð lækna á þeirri læknisþjónustu sem heyrir undir þá.
12.09.2019
Allar breytingar valda óróa

Allar breytingar valda óróa

Hvorki Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga né Lækna­fé­lag Íslands hef­ur fengið form­lega kynn­ingu á fyr­ir­huguðum skipu­rits­breyt­ing­um á Land­spít­al­an­um. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, kynnti breyt­ing­arn­ar, sem gerðar eru í skugga rekstr­ar­halla spít­al­ans, fyr­ir full­trú­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins á fundi í gær. Í breyt­ing­un­um felst meðal ann­ars að fram­kvæmda­stjór­um á Land­spít­al­an­um verður fækkað um nær helm­ing og sviðsskrifs­stof­um úr níu í tvær til þrjár til þess að ná sam­legð.
19.08.2019
Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum.
12.08.2019
Lyfjaskortur og lyfjaverð

Lyfjaskortur og lyfjaverð

Á dögunum gaf Hagfræðistofnun út skýrslu sem fjallaði um lyfjamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lyfjaverð á Íslandi hefði lækkað síðan í byrjun 21. aldarinnar og að gögn frá Hagstofunni  benda til þess að árið 2018 hafi íslenskir neytendur greitt um það bil helmingi minna fyrir skammt af lyfjum en 2003. Þá kom fram að vegna verðlagshamlana sem settar eru á lyf hér á landi sé lyfjaframboð hér á landi aðeins þriðjungur af því framboði sem í boði er á Norðurlöndum. Læknar og lyfsalar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni og telja sumir að endurskoða þurfi þessar verðlagshömlur.
12.07.2019
Oflækningar geta valdið skaða

Oflækningar geta valdið skaða

Læknafélagið ætlar að skoða oflækningar og kanna viðhorf lækna til fullyrðinga um að oflækningar séu stundaðar hér á landi. Þetta segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins í Læknablaðinu. Átakið leiði til faglegra endurbóta á þjónustunni en strandi hins vegar á fjármagni. Hann segir nauðsynlegt að spyrja hvort sannanlega sé þörf á meðferð eða rannsókn í hverju tilviki. Stefán Hjörleifsson læknir segir að fólk geti orðið fyrir skaða við oflækningar.
12.07.2019
Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu

Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu

Hinn 16. júní sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við tvo bæklunarlækna, þá Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson. Ráða má að tilefni viðtalsins hafi verið að heyra viðhorf þeirra félaga til nýsamþykktrar stefnu heilbrigðisráðherra fyrir heilbrigðiskerfið fram til ársins 2030. brigðiskerfið fram til ársins 2030. Viðtalið tók reyndur blaðamaður við Morgunblaðið og virðist hún hafa gert sér far um að gefa læknunum kost á að lýsa skoðunum sínum á stefnunni, stöðunni almennt og aðgerðum stjórnvalda en ekki sínum eigin skoðunum eins og fréttamenn freistast stundum til.
03.07.2019
Við vitum hver vandinn er

Við vitum hver vandinn er

Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum.
02.07.2019