Aðalfundi LÍ 2019 er lokið

Aðalfundi  Læknafélags Íslands 2019 lauk á Siglufirði kl. 17:10 í dag. Aðalfundurinn samþykkti fjölmargar ályktanir sem sendar verða fjölmiðlum á næstu dögum og birtar um leið á heimasíðu LÍ.

Við lok aðalfundarins tók við ný stjórn í félaginu. Í stjórn LÍ starfsárið 2019-2020 eiga sæti:

Reynir Arngrímsson formaður

Frá Félagi almennra lækna: Guðrún Ása Björnsdóttir formaður FAL og Ýmir Óskarsson

Frá Félagi íslenskra heimilislækna: Salóme Ásta Arnardóttir formaður FÍH og Jörundur Kristinsson

Frá Félagi sjúkrahúslækna: María I. Gunnbjörnsdóttir formaður FSL og Gunnar Mýrdal

Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Þórarinn Guðnason formaður LR og Alma Gunnarsdóttir

Varaformaður, gjaldkeri og ritari LÍ næsta starfsár verða kosin á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem væntanlega verður haldinn 7. okt. nk.