Niðurskurður Landspítalans mun bitna á sjúklingum

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að þeir niðurskurðaliðir sem hafa verið kynntir til leiks, muni hafa víðtæk áhrif á starfssemi sjúkrahússins og séu fallnar til að geta mögulega skert öryggi þeirra sem leita til Landspítalans.

Hann segir viðbrögð formanna læknaráðs, hjúkrunarráðs og annarra vera samhljóma í því mati að liðirnir sem um ræðir muni óhjákvæmilega bitna á þjónustu við sjúklinga.

„Það er grafalvarlegt og má ekki gerast,“ segir Reynir í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla í dag.

Reynir segir engar áætlanir hafi verið um hvernig ætti að fjármagna pakkann sem kominn var í tæpar þúsund milljónir króna umfram heimildir þegar gripið var inn í.

Hann segir þær starfsstéttir sem ekki fengu „launaumbun“ umfram fjárlög og gildandi launaviðmið, lífeindafræðingar, sjúkraliðar og geislafræðingar, hafi einnig verið undir miklu álagi. Hann sakar Landspítalann um að gæta ekki jafnræðis í umframgreiðslum launa. 

                                                      Sjá frétt á frettabladid.is