Fréttakerfi

Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum

Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum

Á fundi Læknafélags Íslands með velferðarnefnd Alþingis í nóvember sl. var fjallað um vinnuskipulag og álag á lækna sem sinna bráðadeild Landspítalans. Núverandi aðstæður eiga því ekki að koma þingmönnum á óvart. Greint var frá lýsingum lækna á skipulagi starfseminnar og vinnuaðstæðum. Fram kom m.a. að læknar hreyfiteymis bráðadeildar hafa ítrekað reynt að vekja athygli stjórnenda Landspítala á ástandinu, álaginu, óviðunandi starfsaðstæðum og þróun mála án viðhlítandi viðbragða æðstu stjórnenda eða framkvæmdastjórnar. Meðal þess sem læknar gagnrýna er að mönnun sérfræðilækna í almennum lyflækningum sem sinna þessari þjónustu sé ófullnægjandi. Á haustmánuðum 2019 sinntu níu sérfræðingar í 5,8 stöðugildum á 21 rúma legudeild, auk þess dagdeild, göngudeild, sýklalyfjagjöfum og vaktþjónustu. Einn sérfræðingur getur þurft að bera ábyrgð á meðferð 40-60 bráðveikra sjúklinga. Ráðleggingar um mönnun lækna m.t.t. vinnuálags og læknisþjónustu segja að við þessar aðstæður þurfi 12 sérfræðinga í fullu starfi. Þekkt
14.01.2020
Ályktun samþykkt á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna um ástandið á Lan…

Ályktun samþykkt á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna um ástandið á Landspítala

Á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna, sem haldinn var á Landspítala, Fossvogi í gær, 8. janúar, var eftirfarandi ályktun samþykkt:
09.01.2020
Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna

Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna

Félag íslenskra lungnalækna hvetur landsmenn til að sýna einstaklingum með lungnasjúkdóma tillitssemi um áramót.
27.12.2019
Jólakveðja frá LÍ

Jólakveðja frá LÍ

Læknafélags Íslands óskar læknum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
23.12.2019
Ályktun stjórnar læknaráðs um mönnun og álag á lækna á Landspítala

Ályktun stjórnar læknaráðs um mönnun og álag á lækna á Landspítala

Stjórn læknaráðs lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum Landspítala. Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt. Setja þarf upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skal grípa til viðeigandi ráðstafana.
17.12.2019
Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Undanfarið hefur verið umræða um stöðu Landspítala Háskólasjúkrahúss og sparnaðaraðgerðir á þeirri stofnun. Auk þessa hefur komið í ljós að Íslendingar setja að meðaltali minna fjármagn í heilbrigðismál en helmingur OECD ríkja. Af þessu tilefni vill Félag krabbameinslækna leggja orð í belg og vekja athygli á þeim þáttum sem koma að því félagi. Í byrjun árs 2019 var birt á vef stjórnarráðsins krabbameinsáætlun fram til ársins 2020. Sú áætlun var unnin á árunum 2013-2016 eins og þar kemur fram en ráðherra hefur jafnframt ákveðið að gildistími
16.12.2019
Hvaða sjónarmið ráða för?

Hvaða sjónarmið ráða för?

Heilbrigðisþjónusta og menntakerfi eru meðal þeirra þátta, sem flestar þjóðir leggja höfuðáherzlu á við uppbyggingu og innra starf. Margar þjóðir berjast þó í bökkum við að fjármagna þessi tvö kerfi sem skyldi vegna mikilla útgjalda til hermála og ófáar vegna fátæktog ófáar vegna fátæktar. Nútímaheilbrigðisþjónusta tekur til sín verulegt fjármagn vegna mikillar tæknivæðingar, rannsókna og þróunar meðal annars nýrra lyfja, menntunar sérhæfðs starfsfólks og ótal annarra atriða, sem nauðsynleg eru.
16.12.2019
Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Læknar á Landspítalanum eru mjög ósáttir við að laun þeirra lækki í niðurskurðaraðgerðum spítalans. Landspítalinn sagði upp óunninni yfirvinnu lækna sem hluta af aðgerðum til að draga úr kostnaði við rekstur sjúkrahússins. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að mikil óánægja væri vegna þessa. Félagið hefur mótmælt því að hluta ráðningarsamninga lækna sé sagt upp. Hann segir ólaunaða yfirvinnu í raun rangnefni. „Henni er ætlað að greiða fyrir tilfallandi yfirvinnu með jöfnum hætti sem þarf ekki að vera að tímamæla.“ Þetta eigi til dæmis við þegar læknir sé með veikan sjúkling og geti ekki farið, skurðlæknir sé í aðgerð eða læknir að innrita sjúkling fram yfir lok vaktar eða dagvinnu. „Í dag er þetta ekki greitt. Það fæst ekki greidd yfirvinna samkvæmt stimpilmælingunni. Þá hefur verið gripið til þess að hafa fasta yfirvinnu sem tekur á þessu að meðaltali.“
05.12.2019
Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 mótmælir harðlega því breska kerfi sem Landspítalinn hefur valið að nota til jafnlaunavottunar. Þrátt fyrir ítrekuð andmæli og virka upplýsingagjöf af hálfu læknaráðs og læknafélaga hafa stjórnendur spítalans haldið áfram að meta störf lækna með tæki sem tekur hvorki tillit til eðlis læknisstarfsins né menntunarkröfu lækna. Læknar munu hvorki sætta sig við að þeirra sjónarmið verði hunsuð, né að spítalinn fái jafnlaunavottun með þessum hætti, í andstöðu við lækna. Læknaráð hvetur yfirstjórn spítalans til þess að hverfa af þessari braut en nota þess í stað jafnlaunakerfi sem aðrar íslenskar heilbrigðisstofnanir hafa notað með farsælum hætti.
25.11.2019
Hafna skipuriti forstjóra

Hafna skipuriti forstjóra

Almennur fundur læknaráðs Landspítala haldinn 15. nóvember 2019 hafnar skipulagsbreytingum forstjóra Landspítala sem heilbrigðisráðherra staðfesti í september s.l. og tóku gildi þ. 1. október 2019.
22.11.2019