Hvaða sjónarmið ráða för?

Heilbrigðisþjónusta og menntakerfi eru meðal þeirra þátta, sem flestar þjóðir leggja höfuðáherzlu á við uppbyggingu og innra starf. Margar þjóðir berjast þó í bökkum við að fjármagna þessi tvö kerfi sem skyldi vegna mikilla útgjalda til hermála og ófáar vegna fátæktog ófáar vegna fátæktar. Nútímaheilbrigðisþjónusta tekur til sín verulegt fjármagn vegna mikillar tæknivæðingar, rannsókna og þróunar meðal annars nýrra lyfja, menntunar sérhæfðs starfsfólks og ótal annarra atriða, sem nauðsynleg eru.  Í viðleitni sinni hafa þjóðir heims brugðizt við með mismunandi hætti, flestar þó með það fyrir augum að tryggja sem flestum aðgang að heilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld hafa sett ástofn kerfi og stofnanir til að skipuleggja og hafa eftirlit með aðgengi fólks og gæðum þjónustunnar.  Alþjóðlegar eftirlits- og vísindastofnanir skipuleggja hjálparstarf við þær þjóðir, sem eru taldar þurfa á því að halda, og safna jafnframt upplýsingum um gang mála og samanburð milli þjóða. Þar sem stjórnvöld geta óvíða fullnægt kröfum heilbrigðisþjónustunnar við að mæta öllum þörfum um fé, ný verkefni og aðstöðu hafa sprottið upp samtök víða um lönd, sem hafa hlaupið undir bagga með stjórnvöldum við að bæta eða fjármagna ákveðna þætti eða brydda upp á nýjum.  Þetta segir Sigurður Björnsson m.a. í grein sem hann skrifar í Morgunblaðinu 14. des. 2019.

Hér má lesa grein Sigurðar