Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Um 7% kven­kyns lækna höfðu upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði árið 2018 og 47% kven­kyns lækna ein­hvern tíma á starfsæv­inni. Þetta kem­ur fram í könn­un á líðan og starfs­hátt­um lækna sem Lækna­fé­lag Íslands lét gera í októ­ber árið 2018. Ólöf Sara Árna­dótt­ir, handa­skurðlækn­ir á Land­spít­al­an­um og formaður sam­skipta- og jafn­rétt­is­nefnd­ar Lækna­fé­lags Íslands, greindi frá niður­stöðunni í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um #met­oo-hreyf­ing­una sem hald­in er í Hörpu. 

Um 1% karl­kyns lækna hafði upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 13% á starfsæv­inni. Könn­un­in nær til allra lækna sem eru skráðir í Lækna­fé­lagið. Ung­ir lækna­nem­ar einkum kon­ur eru í mestri hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni. Þess má geta að könn­un­in var gerð tæpu ári eft­ir að #met­oo-bylt­ing­in náði hæstu hæðum hér á landi.  

Sjá nánar frétt á mbl.is