Allar breytingar valda óróa

Hvorki Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga né Lækna­fé­lag Íslands hef­ur fengið form­lega kynn­ingu á fyr­ir­huguðum skipu­rits­breyt­ing­um á Land­spít­al­an­um. 

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, kynnti breyt­ing­arn­ar, sem gerðar eru í skugga rekstr­ar­halla spít­al­ans, fyr­ir full­trú­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins á fundi í gær. Í breyt­ing­un­um felst meðal ann­ars að fram­kvæmda­stjór­um á Land­spít­al­an­um verður fækkað um nær helm­ing og sviðsskrifs­stof­um úr níu í tvær til þrjár til þess að ná sam­legð. 

Reyn­ir Arn­gríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, seg­ir að miðað við hversu stutt sé í inn­leiðing­una finnd­ist hon­um eðli­legt að Lækna­fé­lagi Íslands, Fé­lagi ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og fleiri fag­fé­lög­um hefði verið boðið að sitja kynn­ing­ar­fund­inn í gær. 

Sjá nánar á mbl.is